20. maí 2017 - 16:00

Sýningaropnun: List fyrir fólkið

Ásmundur Sveinsson, Höfuðlausn, 1948.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Ný yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar, List fyrir fólkið, opnar laugardaginn 20. maí kl. 16 í Ásmundarsafni.

Hönnun sýningarrýmisins er í höndum Finns Arnars Arnarsonar. 

Samhliða opnun sýningarinnar kemur út vegleg bók sem varpar ljósi á feril Ásmundar og stöðu í íslenskri listasögu út frá ólíkum sjónarhornum. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.