25. mars 2023 - 15:00

Sýningaropnun – Kviksjá: Íslensk myndlist á 20.öld

Jón Stefánsson, Hraunteigar við Heklu, 1930
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum, laugardag 25. mars kl. 15.00 í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá vígslu Kjarvalsstaða. 

Sýningin veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningarafsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur.  Á sýningunni er að finna um tvöhundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins. 

Verð viðburðar kr: 
0