8. febrúar 2019 - 17:00
Sýningaropnun: Hringur, ferhyrningur og lína

Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
Föstudag, 8. febrúar, kl. 17.00 á Safnanótt, verður opnuð sýning á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur; Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöðum.
Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977) var sérstæður listamaður í íslenskum listheimi. Verk hennar byggja á fyrirmyndum geómetrískrar abstraktlistar þar sem sjónræn áhrif reglubundinna forma eru megináherslan, stíll sem kenndur er við „Op-list“.
Sýningarstjórar eru Heba Helgadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.