21. febrúar 2019 - 17:00
Sýningaropnun: Hluti í stað heildar

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Fimmtudag, 21. febrúar, kl. 17.00, verður opnuð sýning á verkum Önnu Guðjónsdóttur; Hluti í stað heildar í A-sal Hafnarhússins.
Listsköpun Önnu á rætur í málverkahefðinni þar sem tekist er á við sígildar spurningar um mörk tvívíðs, málaðs flatar og þrívíðs, raunverulegs rýmis – mörk frummyndar og eftirmyndar.
Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.