18. júní 2020 - 20:00

Sýningaropnun: Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í ár eru 20 ár frá því að hluti Hafnarhússins varð einn af þremur húsakostum Listasafns Reykjavíkur. Á þessari sýningu er Hafnarhúsið í forgrunni og saga þess og umbreyting í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnbyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu. Sýningarstjóri er Ólöf Bjarnadóttir.Hjálmar Sveinsson, formaður menningar- íþrótta- og tómstundaráðs opnar sýninguna.

Steve Christer arkitekt hjá Studio Granda verður með leiðsögn um húsið 28. júní.  Ólöf Bjarnadóttir sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna 4. júlí.  Sýningin er hluti af Hönnunarmars.