24. ágúst 2023 - 20:00
Sýningaropnun - D49 Helena Margrét Jónsdóttir: Alveg eins og alvöru

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Verið velkomin á opnun 49. sýningar í sýningaröðinni D-salur sem hóf göngu sína árið 2007. Þar er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Helena Margrét Jónsdóttir (f.1996) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 eftir að hafa stundað nám í myndlist við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og Myndlistarskólann í Reykjavík. Nýlegar einkasýningar Helenu eru Liquida (2021) í Plan X Art Gallery í Mílanó og Draugur upp úr öðrum draug (2021) í Hverfisgalleríi. Helena tók einnig þátt í samsýningunni Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum 2020.
Verð viðburðar kr:
0