28. október 2021 - 20:00

Sýningaropnun – D44 Claire Paugam: Tilraun til faðmlags nr. 31

Sýningaropnun – D44 Claire Paugam: Tilraun til faðmlags nr. 31
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin D44 Claire Paugam: Tilraun til faðmlags nr. 31 verður opnuð fimmtudaginn 28. október kl. 20.00 í Hafnarhúsi.

Claire Paugam er 44. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.

Claire Paugam er þverfaglegur listamaður, fædd árið 1991 í Frakklandi en býr og starfar í Reykjavík. Eftir útskrift með MFA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2016 hefur Claire sýnt í ýmsum listastofnunum hérlendis og erlendis svo sem á Moscow Biennale fyrir unga listamenn (2016) og á Ljósmyndahátíð Íslands í Gerðarsafni (2018 ). Claire einbeitir sér fyrst og fremst að eigin list, en að auki vinnur hún að samstarfsverkefnum með listamanninum Raphaël Alexandre, þar sem þau búa til innsetningar og sviðsmyndir. Claire hefur einnig starfað sem sýningarstjóri og má þar nefna Vestur í bláinn (2020) sem hún skipulagði og stýrði ásamt Julius Pollux Rothlaender. Hún er móttakandi Hvatningaverðlauna Íslensku myndlistaverðlaunanna árið 2020 og stjórnarmaður í Nýlistasafninu.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Sýningarstjóri: Aldís Snorradóttir