30. október 2021 - 14:00

Sýningaropnun: Abrakadabra

Sýningaropnun: Abrakadabra
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin Abrakadabra verður opnuð laugardaginn 30. október kl. 14.00 í Hafnarhúsi.

Á þessari fjölbreyttu sýningu eru ný verk eftir samtímalistamenn sett fram sérstaklega með hliðsjón af börnum og ungu fólki. Verkin eru öll í safneign Listasafns Reykjavíkur. Framsetning, miðun og fræðsla miðar að því að opna heim myndlistar eins og hann blasir við í dag fyrir yngri markhópum.

Samhliða sýningunni er sett fram ríkuleg dagskrá ásamt miðlun á stafrænu formi. „Abrakadabra“ er tökuorð úr fornum tungumálum sem merkir: Það sem ég segi verður að veruleika. Þetta er töfraorð sem lýsir því hvernig hugmyndir myndlistarmanna verða að listaverkum.

Sýning: