30. október 2021 - 14:00

Sýningaropnun: Abrakadabra

Sýningaropnun: Abrakadabra
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin Abrakadabra verður opnuð laugardaginn 30. október kl. 14.00 í Hafnarhúsi.

Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira. Við bjóðum unglinga, ungmenni og alla sem eru forvitnir um samtímalist sérstaklega velkomna!

Samhliða sýningunni er sett fram ríkuleg fræðsludagskrá ásamt miðlun á stafrænu formi. Abrakadabra er jafnframt nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt.