22. febrúar 2020 - 16:00

Sýningaopnun – Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan

Sýningaopnun – Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Opnun sýninganna Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan á Kjarvalsstöðum.

Ásgerður Búadóttir (1920-2014) var brautryðjandi á sviði vefjarlistar á Íslandi og í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Efniviður Ásgerðar var fyrst og fremst íslensk ull en á áttunda árutug síðustu aldar vöktu glæsilegar veftir hennar verðskuldaða athygli fyrir frumlega efnisnotkun þar sem ull og hrosshár mynda ofna heild og skapa ríka efniskennd.

Á sýningunni eru verk sem Jóhannes S. Kjarval vann á árunum 1911 til 1928 og eiga það sameiginlegt að vera öll gerð utan landsteina Íslands. Sýnd eru málverk og teikningar sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir og gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda þessa mikilsvirta málara sem þekktastur er fyrir túlkun sína á íslenskri náttúru.