14. maí 2023 - 14:00

Sunnudagsleiðsögn með Sigurði Trausta

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Á sunnudögum á Kjarvalsstöðum mun sérfræðingur frá safninu bjóða upp á leiðsögn um afmælissýningu safnsins, Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld.

Að þessu sinni mun Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneingar og rannsókna fræða gesti safnsins um tilkomu og innihald sýningarinnar.

Hvaða listaverk eru þetta og eftir hverja? Hvaða sögu segja þau og hvernig endurspegla þau fortíð okkar og samtíma?

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.