25. júní 2023 - 14:00
Sunnudagsleiðsögn með Ingibjörgu

Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
Á sunnudögum mun sérfræðingur frá safninu bjóða gestum í leiðsögn um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum.
Hvaða listaverk eru þetta og eftir hverja? Hvaða sögu segja þau og hvernig endurspegla þau fortíð okkar og samtíma?
Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá safninu mun að þessu sinni leiða gesti safnsins um sýninguna sem geymir verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, verk sem eru vel kunn, en einnig fjölmörg verk sem sjaldan hafa verið sýnd og munu koma mörgum á óvart.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.