11. júní 2023 - 14:00

Sunnudagsleiðsögn með Björk

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Á sunnudögum mun sérfræðingur frá safninu bjóða gestum í leiðsögn um sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld á Kjarvalsstöðum.

Hvaða listaverk eru þetta og eftir hverja? Hvaða sögu segja þau og hvernig endurspegla þau fortíð okkar og samtíma?

Að þessu sinni mun Björk Hrafnsdóttir listfræðingur leiða gesti í gegnum sýninguna.

 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.