8. júní 2020 - 9:00 til 12. júní 2020 - 12:00
15. júní 2020 - 9:00 til 19. júní 2020 - 12:00

Sumarnámskeið: Vídeólist í spjaldtölvum fyrir 6-9 ára

Sumarnámskeið: Vídeólist í spjaldtölvum fyrir 6-9 ára
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Spennandi 4 daga námskeið fyrir 6-9 ára í vídeólist í spjaldtölvum. Námskeiðið er haldið í skemmtilegu umhverfi Ásmundarsafns, inni og úti, milli kl. 9-12.00. Leiðbeinandi er Björk Viggósdóttir myndlistamaður.

Á námskeiðinu verða skúlptúrar Ásmundar skoðaðir út frá sjónahorni barna og upplifun þeirra. Þátttakendur nota spjaldtölvur til að skrásetja upplifun sína og til að sjá hvernig litir, form, ljós og sjónræn upplifun hefur áhrif á ímyndunaraflið. Við söfnum saman efnivið, innblæstri og hugmyndum sem við svo vinnum með á ólíkan hátt. Áherslan er á upplifun, sköpun og ímyndunaraflið. Listaverkin og húsið eru allt í senn innblástur, efniviður og upplifun.

Fyrra námskeið
8.-12. júní kl. 9-12.00
Verð: 18.200 kr.
Skráning hér

Seinna námskeið
15.-16.og 18.-19. júní kl. 9-12.00
Verð: 16.800 kr.
Skráning hér

Takmarkaður fjöldi. Ef eitthvað er óljóst hafið samband við fraedsludeild@reykjavik.is eða í síma 4116407

Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka greiðanda. Tekið verður inn af biðlista frá 4.júní fyrir ógreidd pláss.