20. júní 2022 - 13:00 til 24. júní 2022 - 16:00

Sumarnámskeið: Undraheimur Errós fyrir 12-15 ára

Sumarnámskeið: Undraheimur Errós fyrir 12-15 ára
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Undraheimur Errós fyrir 12-15 ára:
20.–24. júní 2022 (5 dagar) kl. 13-16.00

Einstakt námskeið inni í yfirlitssýninguna Erró: Sprengikraftur mynda, þar sem þátttakendur fá að upplifa fjölbreytta frásagnarlist Errós og vinna með myndlistarmanni að verkum í anda Errós. Kennari á námskeiðinu er Halldór Baldursson skopmyndateiknari og myndlistarkennari. 

Skráning á frístundavef Reykjavíkurborgar: sumar.vala.is til  7. júní. 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Halldór Baldursson er fæddur árið 1965 og hefur starfað sem teiknari frá árinu 1989. Halldór varð stúdent af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1985 og útskrifaðist frá Grafíkdeild MHÍ 1989. Á ferlinum hefur Halldór mundað teiknipennann fyrir fjölbreytilegustu málefni, allt frá Námsgagnastofnun til auglýsingastofa og myndskreytt tugi bóka, sérstaklega barnabóka og fengið fyrir þær marvíslegar viðurkenningar. Síðan 2005 hefur hann aðallega teiknað pólitískar skopmyndir í dagblöð.  
 
Halldór starfaði hjá hreyfimyndafyrirtækinu ZOOM 2000-2003. Hann hefur verið einn forvígismanna teiknimyndatímaritsins GISP! frá stofnun þess árið 1989. Hefur verið stundakennari í teikningu í Listaháskóla Íslands frá árinu 1999-2008 og við teiknideild Myndlistaskóla Reykjavíkur frá 2009. Halldór hefur teiknað í Viðskiptablaðið frá 1993. Halldór Baldursson hefur teiknaði daglega skopmyndir í Blaðið/ 24stundir frá því í september 2005 þar blaðið var lagt niður í október 2008, þá fyrir Morgunblaðið 2008-2010 og fyrir Fréttablaðið síðan í apríl 2010.

Halldór hlaut hönnunarverðlaun og viðurkenningar FÍT í flokki myndskreytinga árin 2002, 2004, 2006, 2008 og aðalverðlaun Félags Íslenskra Teiknara 2009. Þá fékk hann bókaverðlaun barnanna 2005 fyrir Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Íslensku barnabókaverðlaunun 2006 fyrir Prinsessuna undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir skopmyndir sínar 2007 og 2010.