14. júní 2021 - 9:00

Sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur

Sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Kjarvalsstaðir
Ásmundarsafn

SKRÁNING ER HAFIN á sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur.

Árleg sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur verða vikurnar 14.-18. júní og 21.-25. júní. Öll námskeið eru kennd af starfandi myndlistarmönnum og reyndum myndlistarkennurum.

Frekari upplýsingar um hvert námskeið kemur inn síðar. Athugið að takmarkaður fjöldi barna kemst að á hverju námskeiði.

Kjarvalsstaðir
Útimálun í anda Kjarvals og útilistaverkin á Klambratúni – fyrir 9-11 ára.
Málunarnámskeið inni og úti – tengt sýningunni Eilíf endurkoma og útilistaverkum á Klambratúni.
Verð: 16.000 kr. 
Tími: 09.00-12.00
14.-18. júní (ekki kennt 17. júní): Skráning HÉR
21.-24. júní: Skráning HÉR

Hafnarhús
Samtímalist – hvað er það eiginlega? – fyrir 12-15 ára.
Tilraunakennt myndlistarnámskeið fyrir unglinga tengt sýningunni Iðavöllur
Verð 19.000 kr. 
Tími: 13.00-16.00
21.-25. júní: Skráning HÉR

Ásmundarsafn
Ásmundur í nýju (sólar)ljósi – fyrir 7-9 ára.
Myndlistarnámskeið fyrir börn tengt sýningunni Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og Ásmundar Sveinssonar.
Verð: 16.000 kr.
Tími: 09.00-12.00
14.-18. júní (ekki kennt 17. júní): Skráning HÉR