15. júní 2019 - 12:30

Strengjasveitin Youth Chamber Orchestra

Strengjasveitin Youth Chamber Orchestra
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Kammerhópar úr strengjasveitinni YCO, Youth Chamber Orchestra, halda tónleika á Kjarvalsstöðum laugardaginn 15. Júní kl. 12:30 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Leikin verða kammerverk eftir Borodin, Dohnányi, Dvorak, Ginastera, Schumann, Smetana og Sjostakovitsj. 
Aðgangur er ókeypis

24 nemendur úr strengjasveitinni YCO, Youth Chamber Orchestra,  á aldrinum 13-19 ára halda strengjasveitartónleika  og kammertónleika á Íslandi dagana 14. -17. Júní  í samstarfi við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
YCO, Youth Chamber Orchestra, er strengjasveit úrvals tónlistarnema frá Fíladelfíu borg í Bandaríkjunum. Aaron Picht hefur verið stjórnandi sveitarinnar frá 2013 en sveitin varð til í tónlistarprógramminu, Music Prep‘s Center for Gifted Young Musicians sem stofnað var 1986. Í Music Prep fá árlega 110 framúrskarandi hljóðfæraleikarar á  aldrinum 7-17 ára þjálfun. Í prógramminu eru starfandi  þrjár strengjasveitir, 20 kammerhópar og hörpusveit sem njóta leiðsagnar meðlima í  Philadelphia Orchestra og leiðandi tónlistarmanna í Fíladelfíu. Margir fyrrverandi nemendur í Music Prep starfa við tónlist í dag m.a. í Philadelphia Orchestra.

Temple University Music Preparatory Division er deild í Boyer College of Music and Dance. Music Prep gefur nemendum aðgang að sérfræðingum í Temple University og leiðandi tónlistarmönnum í Fíladelfíu. Markmið Music Prep er að bjóða samfélagi Fíladelfíu upp á  hágæða tónlistamenntun og jafnframt að vera tengiliður Boyer College og Temple University við samfélagið.