20. september 2019 - 12:15

Strengjadúndur með sígauna og tangótónlist auk sígildrar fagurtónlistar

Strengjadúndur með sígauna og tangótónlist auk sígildrar fagurtónlistar.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Flutt verður m.a. verk byggt á ljóði eftir Dante Gabriel Rossetti , sem nú er til sýningar á Kjarvalsstöðum innan sýningarinnar William Morris. Guðný Guðmundsdóttir listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar hefur fengið til liðs við sig hjónin Anton Miller, fiðluleikara og Ritu Porfiris víóluleikara. Þau eru bæði prófessorar við  Hartford háskólann í Connecticut, en auk starfa sinna þar ferðast þau vítt og breytt um heiminn og flytja kammertónlist. Þau hafa margsinnis komið fram á Íslandi á undanförnum árum, m.a. fyrir Kammermúsíkklúbbinn og í Alþjóðlegu tónlistarakademíunnu í Hörpu.

A efnisskránni verður verkið “Silent Moon” eftir bandaríska tónskáldið Augusta Read Thomas, en verkið er byggt á ljóði eftir  Dante Gabriel Rossetti. Myndir eftir hann má finna á sýningu Kjarvalsstaða um þessar mundir. Einn þekktasti tangó allra tíma, “Por una Cabeza” eftir Carlos Gardel verður meðal verka á efnisskránni. Af öðrum verkum má nefna sónötu fyrir tvær fiðlur eftir Jean-Maria Leclaire,fúgu eftir Johann Sebatian Bach, valda þætti úr strengjatríóum eftir Antonin Dvorák og Joseph Fuchs, en rúsínan í pylsuendanum verður síðasti þáttur ú kvöldlokku eftir Zoltán Kodály þar sem æðisgenginn sígaunadans ræður ríkjum.

Tónleikarnir hefjast kl.12.15 og standa yfir í u.þ.b. 45 mínútur.  Tónleikaröðin er sameiginlegt verkefni Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðlulleikara og fv.konsertmeistara og Listasafns Reykjavíkur, styrkt af Reykjavíkurborg. Guðný sér um listræna stjórnun.,en Listasafn Reykjavíkur leggur til aðstöðu og býður  áheyrendum frítt inn á tónleikana, sem fara fram á Kjarvalsstöðum.

Síðustu tónleikar Hádegistóna eru ráðgerðir þann 15.nóvember. Þar verða risarnir Bach og Beethoven í aðalhlutverkum, en árið 2020 munu báðir eiga merk afmæli , 270 ára dánarafmæli Bachs og 250 ára fæðingarafmæli Beethovens.

Verð viðburðar kr: 
0