20. ágúst 2016 - 17:00

Stefán Jónsson kinkar kolli til Kjarvals

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Í tilefni menningarnætur segir myndlistarmaðurinn Stefán Jónsson frá verkum sínum Kjarvalar, sem nú eru sýnd í forsal Kjarvalsstaða. Kjarvalar er röð höggmynda en hver og ein mynd á sér upphafspunkt í einhverju landslagsverka Kjarvals. Sýning Stefáns er hluti af viðburðardagskrá tengdri sýningunni Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur sem nefnist Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals

Verð viðburðar kr: 
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.