24. ágúst 2019 - 16:00 til 20:00

Smiðja: Allt eins og blómstrið eina

Allt eins og blómstrið eina
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Vinnusmiðja með áherslu á að styrkja samband manns og náttúru. Mannhverfar hugmyndir um stöðu mannsins í náttúrunni hafa einkennt mannkynssöguna frá upphafi. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum er mikilvægi hugmynda um tengsl manna og náttúrunnar afar mikilvægar.

Umræður og vangaveltur um almenna firringu mannsins frá náttúrunni geta tengst spurningum um hvort við getum tengst náttúrunni með því að hlusta betur á innri rödd okkar sjálfra. Getum við tengst náttúrunni með því að velta fyrir okkur eigin hugsunum, tilfinningum og fagurfræðilegum upplifunum. 

Smiðjan verður í formi nokkurra sjálfstæðra en tengdra þátttökuverkefna sem menningarnæturgestir geta tekið þátt. 

Lögð verður áhersla á að þátttakendur ræði tengsl manna og náttúru og tengi við sýningarnar á Kjarvalsstöðum.

 

Verð viðburðar kr: 
0
Verð fyrir öryrkja og aldraða: 
0