11. júní 2019 - 9:00 til 14. júní 2019 - 12:00
18. júní 2019 - 9:00 til 21. júní 2019 - 12:00

Skúlptúrgerð fyrir 6-9 ára - skráning hafin

Skúlptúrnámskeið fyrir 6-9 ára
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Hvað er skúlptúr?  Námskeiðið fer fram í ævintýralegu umhverfi Ásmundarsafns á ári útilistaverka í Listasafni Reykjavíkur.

Nemendur fá að kynnast ólíkum efnivið við listsköpun og byggja sitt eigið listaverk. Nemendur fá leiðsögn í muninum á tví- og þrívídd, hvernig mismunandi sjónarhorn geta skipt sköpum og fræðast um það ótrúlega efnisúrval sem heimurinn hefur upp á að bjóða til listsköpunar.

Leiðbeinandi: Sara Riel myndlistarmaður

Þátttakendur þurfa að mæta í útifötum sem mega skemmast og hafa mikið og gott nesti meðferðis.

Fyrra námskeið: 11.-14. júní kl. 9-12.00. 
Skráningu lýkur 5. júní.
Skráning hér

Seinna námskeið: 18. - 21. júní kl. 9-12.00.
Skráningu lýkur 12. júní.
Skráning hér

Ath. takmarkaður fjöldi.

Námskeiðsgjald: 16.000 kr.
Allur efniviður innifalinn í verðinu.