20. janúar 2019 - 15:00

Skúlptúr og nánd: Leiðsögn listamanns

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Sigurður Guðmundsson verður með leiðsögn um sýningu sína í Ásmundarsafni.

Sigurður Guðmundsson (1942) lagði stund á listnám hér á landi á árunum 1960-1963 en hélt síðan til framhaldsnáms í Hollandi. Hann býr og starfar í Reykjavík, Kína og Hollandi.

Víða er að finna stórar höggmyndir eftir Sigurð í opnu rými, bæði á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Sigurður hefur unnið fjölmargar samkeppnir og má þar nefna samkeppni um útilistaverk við Barnaspítala Hringsins og útilistaverk á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni aldamótanna.

Þegar Sigurður er spurður að því hvaða hugmynd liggi að baki verkum hans svarar hann á þessa leið: „Það er engin hugmynd á bak við listaverkið - ég reyni að vinna ekki með hugmyndir.“ Áhersla Sigurðar er á hið skáldlega með heimspekilegu ívafi. Hann vinnur í fjölda miðla, ljósmyndir, höggmyndir, teikningar, grafík og gjörninga, en hefur líka samið tónverk og skrifað bækur.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.