24. nóvember 2022 - 21:00

Sigurður Guðjónsson: Sárabeð/Deathbed

Deathbed (2006)
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Kvikmyndaverkið Sárabeð (2006) eftir Sigurð verður sýnt í í fjölnotasal Hafnarhúss strax að lokinni leiðsögn listamannsins um sýninguna Leiðni sem opnaði í Hafnarhúsi 20. október sl. 

Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.

Þessi viðbuður markar upphaf haustráðstefnu Listasafns Reykjavíkur, KvikMyndlist sem fer fram 25-26. nóvember í Hafnarhúsi.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.