12. september 2019 - 20:00

Samtal við listamenn

Haustlaukar: Samtal við listamenn
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listamennirnir Ásgerður Birna Björnsdóttir, Curver Thoroddsen og Þóranna Björnsdóttir segja frá verkum sínum á sýningunni Haustlaukar sem nú fer fram víða um borgina. 

Á sýningunni setja fimm myndlistarmenn fram ný verk sem birtast á fjölbreyttan og nýstárlegan hátt víða um Reykjavík og í því sameiginlega rými sem tækni samtímans býður upp á. Um er að ræða gjörninga, inngrip og uppákomur af ýmsu tagi. Í stað efnislegra skúlptúra, minnisvarða eða annarra varanlegra umhverfisverka beinir sýningin Haustlaukar sjónum að verkum sem eru unnin meira og minna í óáþreifanlega miðla; þau skjóta rótum víða og spretta upp við óvæntar aðstæður.

Sýningin stendur yfir frá 7.-29. september.

Listamenn
Ásgerður Birna Björnsdóttir
Berglind Jóna Hlynsdóttir
Curver Thoroddsen
Snorri Ásmundsson
Þóranna Björnsdóttir

Sum verka sýningarinnar eru aðeins flutt einu sinni á meðan önnur eiga sér lengri eða tíðari tilvist. Dagskrá sýningarinnar má kynna sér hér í sýningarskránni, á samfélagsmiðlum safnsins eða dagskrársíðu þess. Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur og er sýningin hluti af því samhengi ásamt fleiri sýningum, viðburðum og miðlunarstarfi.

Verð viðburðar kr: 
0