15. október 2022 - 12:00

Samtal sýningarstjóra: Иorður og niður

Sýningastjóraspjall Norður og niður
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Laugardaginn 15. október kl. 12.00 munu sýningarstjórarnir Markús Þór Andrésson frá Listasafni Reykjavíkur, Jaime DeSimone frá Portland Museum of Art og Anders Jansson frá Bildmuseet vera með sýningarstjóraspjall í Hafnarhúsi um sýninguna Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum.

Иorður og niður er myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.