28. nóvember 2019 - 17:00

Samtal Ólafs Elíassonar og Andra Snæs á sýningaropnun

Olafur Eliasson  Detail of The glacier melt series 1999/2019, 2019  Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson og rithöfundurinn Andri Snær Magnason ræða saman um hlut listsköpunar í umræðunni um hamfarahlýnun í tilefni af opnun sýningar á nýju verki eftir Ólaf: Bráðnun jökla 1999/2019 (e. The glacier melt series 1999/2019).

Samtalið hefst klukkan 17.00 og fer fram í Fjölnotasal Hafnarhússins. Markús Þór Andrésson stýrir umræðum. Samtalið fer fram á ensku og verður streymt á Facebook-síðu Listasafns Reykjavíkur. 

Sýningin verður formlega opnuð kl. 18.00 í F-sal Hafnarhússins á 2. hæð.

Verð viðburðar kr: 
0