19. febrúar 2023 - 14:00

Samtal listamanns og sýningarstjóra: Rauður þráður

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hildur Hákonardóttir listamaður og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri ætla að eiga samtal um sýninguna Rauður þráður sunnudaginn 19. febrúar kl. 14.00.

Skráning HÉR

Listakonan Hildur Hákonardóttir hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Sýningin Rauður þráður veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.