14. ágúst 2022 - 11:00 til 13:00

Samsaumur á Kjarvalsstöðum

Iryna Sulikovska
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Samsaumur er smiðja fyrir fullorðna, nokkurs konar saumaklúbbur í tengslum við sýninguna Spor og þræðir. Iryna Suliskova, útsaumslistamaður frá Úkraínu, kennir og segir frá sínu handverki. Hugmyndin er að hver og einn þátttakandi komi með sitt handverk og eigi notalega stund og samtal um aðferðir og verkefni. Við verðum líka eitthvað efni á staðnum sem hægt verður að nota. 

Í upphafi er stutt leiðsögn um sýninguna Spor og þræðir áður en sest er að verki.

Takmarkaður fjöldi – vinsamlega skráið ykkur HÉR

Iryna Sulikoskva útsaumsmeistari er frá Úkraínu og  hefur farið með verk sín á hátíðir víða um Úkraínu og verk hennar er að finna m.a. á  Leikfangasafninu og Þjóðminjasafninu Taras Shevchenko í Kíev.  Hún hefur kennt úkraínskan saum og gerð úkraínskra alþýðudúkka um árabil.

Útsaumssett eru til sölu í safnbúð Kjarvalsstaða.

Árskorts- og Menningarkortshafar fá 10% afslátt af öllum vörum í safnbúðinni.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Verð viðburðar kr: 
0