7. ágúst 2022 - 11:00 til 13:00

Samsaumur á Kjarvalsstöðum

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Samsaumur er skapandi smiðja fyrir fullorðna í tengslum við sýninguna Spor og þræðir. Guðný María Höskuldsdóttir kennir þátttakendum og segir frá sínu útsaums handverki. Hver og einn kemur með sitt handverk. Notaleg stund og samtal um aðferðir og verkefni.
Stutt leiðsögn um sýninguna Spor og þræðir áður en sest er að verki.
 
Guðný María Höskuldsdóttir er lærður textílkennari frá KHÍ og er með fjölbreytta kennslureynslu. Hún er hefur sótt útsaumsnámskeið hérlendis og í Danmörku og er með langa kennslureynslu að baki. Guðný María starfar í prjónabúðinni Ömmu mús og aðstoðar þar viðskiptavini bæði í prjónaskap og útsaumi. Sjálf vinnur hún mest í hör með frjálsum útsaumi og mismunandi sporum.

Útsaumssett eru til sölu í safnbúð Kjarvalsstaða. 

Árskorts- og Menningarkortshafar fá 10% afslátt af öllum vörum í safnbúðinni.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Verð viðburðar kr: 
0