3. febrúar 2023 - 19:30 til 22:30

Samklipp í Hafnarhúsi á Safnanótt

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Safnanótt 2023 í Hafnarhúsi!

Samklipp – Opin listasmiðja fyrir allan aldur í tenglsum við sýninguna Erró: Skörp skæri í Hafnarhúsi kl. 19.30 – 22.30.

Skapaðu þitt eigið samklipp í anda Erró. Samklipp hefur verið undirstaða listsköpunar Errós í yfir sextíu ár og afraksturinn fram á þennan dag eru yfir 30 000 samklipp. Með því að safna, klippa, líma og síðan mála blandar Erró þannig frjálslega saman sjónrænu efni og tilvísunum sem umbreytist í kraftmikil, sláandi og hlífðarlaus listaverk.

Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu.

Dagskrá safnsins

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.

Verð viðburðar kr: 
0