2. júlí 2019 - 20:00

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða miðbæjar Reykjavíkur

Sagan í gegnum styttur og minnisvarða miðbæjar Reykjavíkur á ensku
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Þessi leiðsögn um styttur og minnisvarða miðbæjarins segir samtímis sögu Íslands og Reykjavíkur. Gengið verður á milli minnisvarða og listaverka sem minna okkur á hvernig landið byggðist, hvers konar samfélag og menning ríkti áður fyrr og hvernig það tóm smám saman breytingum. Ekki verður eingöngu dvalið við fortíðina heldur minna sum verkin á það sem er að gerast í samtímanum.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar. Auk þess verður hvert safn með eina göngu á ensku og svo sameiginlega Reykjavík Safarí göngu sem verður túlkuð á sex tungumálum: ensku, pólsku, spænsku, litháísku, arabísku og filippseysku. 

Göngurnar hefjast kl. 20 og lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

Hægt er að finna frekari upplýsingar um kvöldgöngur og dagskrá sumarsins hér: facebook.com/kvoldgongur.