19. september 2019 - 20:00

Saga listasafna á Íslandi – útgáfuhóf

Saga listasafna á Íslandi
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Bókin Saga listasafna á Íslandi er komin út og verður útgáfu hennar fagnað í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, fimmtudaginn 19. september kl 20:00.

Í bókinni eru 25 ritgerðir um jafnmörg listasöfn í landinu, eftir 26 höfunda. Yfir eitt hundrað myndir eru í bókinni sem er 568 blaðsíður. Útgefandi er Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og ritstjóri er Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.

Um bókina:
Listasöfn víða um land leika lykilhlutverk í menningarlífi þjóðarinnar. Frá því að fyrsta listasafnið var stofnað árið 1884 hafa fjölmörg listasöfn verið stofnsett víða um land. Starfsemi þeirra hefur tekið margvíslegum breytingum og tekur mið af breyttum aðstæðum í íslensku samfélagi. Í bókinni er gerð grein fyrir sögulegri þróun þessara stofnana, frá stofnun þeirra til dagsins í dag.

Fjallað er um eftirfarandi söfn í bókinni:
Listasafn Íslands, Safn Einars Jónssonar, Listasafn Vestmannaeyja, Listasafn Alþýðusambands Íslands, Listasafn Ísafjarðar, Listasafn Árnesinga, Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs, Listasafn Borgarness, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Myndlistarsafn Þingeyinga, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Háskóla Íslands, Listasafn Fjallabyggðar, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Hafnarborg, Listasafnið á Akureyri, Listasafnið í Reykjanesbæ, Safnasafnið, Listasafn Svavars Guðnasonar, Sveinssafn, Hönnunarsafn Íslands, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Safn: Einkasafn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, og Vatnasafnið.

Bókin fæst í safnbúð Listasafns Reykjavíkur, Bóksölu stúdenta og safnbúðum listasafna.

Verð viðburðar kr: 
0