2. febrúar 2018 - 20:00

Safnanótt: Tónleikar Tríós Reykjavíkur og Hallveigar Rúnarsdóttur

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Máninn hátt á himni skín
Tríó Reykjavíkur heldur sérstaka tónleika í Vestursal Kjarvalsstaða þar sem fagrir tónar kallast á við málverk Kjarvals á sýningunni Líðandinni. Hin frábæra söngkona Hallveig Rúnarsdóttir flytur glæsilegar aríur og létta tónlist við undirleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og Richards Simms. Einstök upplifun tónlistar og myndlistar í erli Safnanætur. 

Tónleikarnir verða á léttu nótunum. Mozart verður fyrstur á dagskrá með þátt úr Haffner kvöldlokkunni, sem umritaður var af fiðlumeistaranum Kreisler. Þá kemur aría úr óperunni Il re Pastore, Hirðingjakonungnum eftir Mozart. Síðan verða flutt nokkur lög í þjóðlagastíl eftir Vaughan Williams. Auk þess verða Schumann og Paganini með í för ásamt einum trylltum tangó!Tónleikunum lýkur svo með aríu úr óperunni Rusölku eftir Dvorak; Söngur til mánans.

Efnisskrá
Mozart- Kreisler: Rondó úr Hafner kvöldlokkunni. Aría úr óperunni Hirðingjakonungnum L'amero saro constante.
R. Schumann: Arabeske Op.18.
Vaughan Williams: Úr ljóðabálknum Along the fieldI. Well to the woods no more VII.
Fancy’s Knell N. Paganini: Cantabile.
 J.Gade: Tango jalousie, Sígaunatangó.
A. Dvorak: Söngur til mánans úr óperunni Rusölku.

Flytjendur
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Guðný Guðmundsdóttir, fiðla
Richard Simm, píanó

Tríó Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur hafa unnið saman að fjölda tónleika undanfarin ár. Bæði hafa almennir gestir verið velkomnir á opna hádegistónleika en einnig hafa verið haldnir reglulega tónleikar undir yfirskriftinni Töframáttur tónlistarinnar. Þangað er boðið áheyrendum sem eiga almennt erfitt með að sækja listviðburði vegna geðfötlunar, félagslegrar einangrunar og/eða öldrunar.

Verð viðburðar kr: 
0