2. febrúar 2018 - 22:00

Safnanótt: Tónleikar svartmálmshljómsveitarinnar NYIÞ

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hin myrka hljómsveit NYIÞ leikur fyrir gesti Kjarvalsstaða undir lok Safnanætur að þessu sinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við sýninguna Myrkraverk sem nú stendur á Kjarvalsstöðum.

Hljómsveitin NYIÞ er skipuð fjórum persónum sem koma fram nafnlausar og óþekkjanlegar í svörtum klæðum. Hljómsveitin bar sigur úr býtum í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins árið 2012 og var þá haft á orði á vefsíðu Borgarbókasafnsins að „... sláandi atriði þeirra, „Til eru hræ" [hafi] beinlínis [vakið] hroll með áhorfendum." Textann hafi þeir flutt við undirleik sellós, keðju, trommu og harmónikku. 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sýning: 
Verð viðburðar kr: 
0