2. febrúar 2018 - 20:00

Safnanótt: Guðmundur Thoroddsen með leiðsögn

Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Myndlistarmaðurinn Guðmundur Thoroddsen segir frá verkum sínum í Ásmundarsafni en hann er fyrsti listamaðurinn af fjórum sem „ræðst inn" í sýninguna List fyrir fólkið. List fyrir fólkið er yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar, og Innrás I  fyrsta innrásin af fjórum þar sem starfandi listamenn takast á við rýmið, steypa verkum Ásmundar af stöplum eða með öðrum hætti setja sitt mark á sýninguna. 

Eins og fyrr segir er Guðmundur Thoroddsen fyrsti listamaðurinn af fjórum sem tekst á við verkefnið, en hann hefur unnið með skúlptúra og hefur verið lýst svo að hann beini sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni. 

Leiðsögnin hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Verð viðburðar kr: 
0