3. febrúar 2017 - 18:00 til 21:30

SAFNANÓTT: Fjölskyldusmiðja í umsjá Söru Riel

Augans börn í Ásmundarsafni.
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Sara Riel myndlistamaður leiðir smiðju fyrir fjölskyldur út frá verkum á sýningunni Augans börn í Ásmundarsafni.

Á sýningunni má sjá verk eftir þá Ásmund Sveinsson (1893–1982) og Þorvald Skúlason (1906–1984) sem voru í hópi þeirra listamanna sem stöðugt voru að tileinka sér ný viðhorf innan myndlistarinnar um miðja síðustu öld. Margir íslenskir myndlistarmenn sóttu nám erlendis þar sem þeir kynntust nýjum framsæknum hugmyndum og tóku að færast nær stefnum nútímalistar með tilheyrandi formtilraunum.

Verð viðburðar kr: 
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.