3. febrúar 2023 - 17:00 til 23:00

Safnanæturgjöf úr norðri

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á Safnanótt fá gestir safnsins gefins skemmtilegan spilastokk (á íslensku og ensku) sem bæði er hægt að nota á sýningunni Иorður og niður: Samtímalist á norðurslóðum í Hafnarhúsi og heima fyrir. 

Á leið þinni um norðurslóðir myndlistarmanna getur þú notað þessi spil til að virkja ímyndunaraflið sem við öll höfum innra með okkur. Notaðu spilin til að hjálpa þér að upplifa það sem þú sérð á nýja vegu, bæði á myndlistarsýningum og heima. 

Ferðastu inn í ólíka heima myndlistafólksins í gegnum verkin. Tileinkaðu þér sjónarhorn fólksins, staðanna og lífveranna sem eiga sögur hér. Spurðu spurninga. Hugsaðu. Njóttu.

Hægt er að nota spilin í litlum og stórum hópum; í listasafninu, í kennslustofunni, með fjölskyldunni, eða ein. Spilin eru ætluð fyrir allan aldur.

Ókeypis aðgangur