17. nóvember 2018 - 16:00

Róf: Leiðsögn sýningarstjóra

Róf: Leiðsögn sýningarstjóra
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leiðsögn með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra um sýninguna Róf.

Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, dregur fram sérstöðu listamannsins í íslensku listalífi. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoðað hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað. Hver eru tengsl manns og rýmis, vitundar og umhverfis? 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur