30. desember 2018 - 14:00 til 16:00
13. janúar 2019 - 14:00 til 16:00
27. janúar 2019 - 14:00 til 16:00

Róf: Blóðnám

Róf: Blóðnám
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Gestum er boðið í blóðnám annan hvern sunnudag, frá 21. október til 27. janúar, á meðan sýningunni stendur. Blóðnámið er verk á sýningu Haraldar Jónssonar, Róf.

Á sýningunni eru verk frá fjölbreyttum ferli Haraldar Jónssonar sem spannar um þrjá áratugi.

Verk hans eru spunnin upp úr athugunum sem tengjast skynjun; hvernig maðurinn nemur umhverfi sitt, vinnur úr áhrifunum og miðlar áfram af reynslunni. Tungumál, litir, tilfinningar, ljós, myrkur og þögn eru nokkur af fjölmörgum lykilorðum sem koma til hugar í tengslum við verk Haraldar.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur