24. ágúst 2019 - 17:30 til 18:15
24. ágúst 2019 - 19:00 til 19:45

Rauðvínsjóga með Jónu Dögg

Rauðvínsjóga
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Rauðvínsjóga er rólegt jóga sem hentar öllum 20 ára og eldri sem drekka rauðvín, nú eða finnst lyktin af því vera góð.
Boðið verður upp á rauðvínsjóga í Hafnarhúsinu á Menningarnótt og er viðburðurinn haldinn á vegum Jónu Daggar Sveinbjörnsdóttur, jógakennara. 

Afhverju rauðvín og jóga? Rauðvín gott! Jóga gott! Bara afhverju ekki?

Tíminn verður frekar rólegur og ættu allir, sama í hvernig formi þeir eru, að geta verið með. Í venjulegum jógatíma gerir hver og einn eins og hann getur, þessi tími er alls ekkert öðruvísi nema við höfum smá rauðvínsdreitil um hönd sem hjálpar okkur að dýpka hugleiðsluna og komast mögulega aðeins lengra inn í stöðurnar.

Tveir tímar í boði: kl. 17:30 og kl. 19:00. Tíminn er 45 mínútúr í senn.
Athugið að aðeins 20 manns komast að í einu og gildir fyrstur kemur, fyrstur fær dýnu.
Eitt rauðvínsglas fylgir hverri dýnu.

Sjáumst hress á dýnunni!

Namaste.

Verð viðburðar kr: 
0