18. maí 2023 - 14:00

Rafall // Dynamo

LHÍ útskriftarsýning
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Verið hjartanlega velkomin á opnun útskriftarsýningar BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr, fimmtudaginn 18. maí milli kl.14:00-18:00 í Hafnarhúsinu.

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni getur að líta lokaverkefni 74 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Verkin á sýningunni endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár.

Sýningastjórar eru Arnar Ásgeirsson (myndlist), Rúna Thors (vöruhönnun), Þórunn María Jónsdóttir (fatahönnun), Adam Flint (grafísk hönnun), Dagur Eggertsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir (arkitektúr).

Sýningin stendur til mánudags 29. maí og er aðgangur ókeypis á meðan sýningunni stendur.

Öll velkomin.

Verð viðburðar kr: 
0