24. ágúst 2019 - 15:00 til 18:00

Pop-up leikvöllur Smástundar

Pop-up leikvöllur Smástundar
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Bláu kubbarnir eru ótrúleg leikföng sem leysa sköpunarkraft barnsins úr læðingi. Börn fá tækifæri til þess að skapa það sem þeim dettur í hug, möguleikarnir eru endalausir! Þau fá mikla útrás fyrir hreyfiþörf og fjölmörg tækifæri til að hugsa út fyrir rammann.

Kubbarnir hvetja til skapandi lausna, efla hreyfigetu og málþroska, þjálfa rökhugsun, rýmisgreind og hæfni barna til að vinna saman. Þeir eru búnir til úr umhverfisvænum og eiturefnalausum svampi og eru í mismunandi formum eins og teningum, tígulsteinum, tannhjólum og sívalningum. 

Verð viðburðar kr: 
0