3. febrúar 2023 - 21:00
3. febrúar 2023 - 21:30
Örleiðsögn sýningarstjóra um Norður og niður

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Safnanótt 2023 í Hafnarhúsi!
Markús Þór Andrésson, einn af sýningarstjórum sýningarinnar Norður og Niður: Samtímalist á norðurslóðum verður með örleiðsögn á íslensku í Hafnarhúsi kl.21.00 og 21.30.
Иorður og niður inniheldur verk bæði upprennandi og þekktari núlifandi listamanna frá þverskurði listafólks sem búsett er á norðausturströnd Bandaríkjanna, á kanadískum strandsvæðum, á Íslandi, á Norðurlöndunum auk innfædds listafólks frá öllu svæðinu.
Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu.
Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.
Verð viðburðar kr:
0