12. janúar 2020 - 15:00
Ólöf Nordal: úngl-úngl

Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Ólöf Nordal verður með leiðsögn um sýningu sína úngl-úngl í Ásmundarsafni.
Sýningin er fimmta og jafnframt síðasta í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í borginni.
Ólöf leitast við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma.
Árið 2019 er ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur og er sýningin liður í því markmiði safnsins að beina sjónum manna að þeim listaverkum sem við njótum sem hluta af daglegu lífi.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Sýning:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.