10. nóvember 2019 - 15:00

Ólöf Nordal: Úngl

Ólöf Kristín Sigurðardóttir
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Úngl, segir frá sýningunni og verkum Ólafar Nordal. Sýningin er þriðja sýningin í röð myndlistarsýninga á Kjarvalsstöðum sem varpa ljósi á feril starfandi listamanna.

Verkin á sýningunni spanna tæplega þrjátíu ára feril Ólafar Nordal en sýningin er hluti af því markmiði Listasafns Reykjavíkur að rannsaka og kynna feril mikilsverðra starfandi listamanna.

Ólöf Nordal vísar gjarnan til þjóðsagna, þjóðlegrar arfleifðar og menningarlegs minnis í verkum sínum sem hún setur í nútímalegt samhengi - oft á kaldhæðinn hátt. Náttúran og tengsl okkar við landið eru henni einnig hugleikin. Í nýjum verkum á sýningunni nýtir Ólöf gamlar aðferðir við torfhleðslu og móskurð á áhugaverðan hátt. Gestir fá tækifæri til þess að kynnast verkum hennar og þá um leið þeim menningarbrunni sem hún sækir í efnivið verka sinna; verka sem sýna djúpa vitund um fortíðina en fjalla á eldskarpan hátt um samtíma okkar og framtíð.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.