6. maí 2023 - 15:00

Öllum hnútum kunnug 2 - Bókaútgáfa

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Öllum hnútum kunnug er þverfaglegt samstarfsverkefni Brynhildar Pálsdóttur, Þuríðar Rósar Sigþórsdóttur og Theresu Himmer. Verkefnið skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu í gegnum efnisrannsóknir, skúlptúra og hluti.

Fyrsti hluti verkefnisins var sýndur árið 2021 á Hönnunarmars í Hafnarhúsinu og samhliða kom út fyrsta bók verkefnisins sem var kynnt í Norræna húsinu.

Annar hluti verkefnisins hófst á sýningu í Hallwylska Museet í Stokkhólmi sem hluti af Stockholm Design week í febrúar 2023. Nú verður önnur bók verkefnisins kynnt í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars í maí.

Fyrsta bókin kortlagði rætur verkefnisins, munnlegar frágsagnir og sögur um gerð kaðla og neta. Önnur bókin leitar lengra inn í heim innanhúskaðla for-móderníska heimilisins og rannsakar meðal annars faldar tækninýjungar þess tímabils. Ritið lítur til arkitektúrs Hallwylsafnsins og stofnanda þess, Wilhelmina von Hallwyl, meðal annars í gegnum texta, sjónræna frásögn og skrásetningu tilrauna og vinnslu nýrra hönnunargripa.

Bókarhönnuna og útgáfa: Ironflag

Myndvinnsla: Nicetouch Studio

Myndir: Benita Marcussen, Vigfús Birgisson

Textar: Henriette Noermark, Kirsten Rykind-Eriksen, Maibritt Borgen, Gustaf Kjellin

Bólstrun: Malene Soenderlev

Verkefnið er veglega styrkt af Nordisk Kulturfond, Hönnunarsjóði, Statens Kunstfond, Myndstef, Hönnunarsjóður

Verð viðburðar kr: 
0