10. júní 2021 - 20:00 til 22:00

Ný sýning – Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld

Ný sýning – Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningin Iðavöllur verður opnuð í Hafnarhúsi, fimmtudaginn 10. júní kl. 20-22.00. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna.

Vegna framkvæmda í Tryggvagötu er gengið inn í Hafnarhúsið um Portið, frá Naustunum – milli Hafnarhússins og Tollhússins. 

Listasafn Reykjavíkur iðar af lífi á öllum vígstöðvum og opnar nú dyrnar að stórsýningunni Iðavelli í Hafnarhúsi. Þar koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.

Verð viðburðar kr: 
0