18. febrúar 2021 - 10:00

Ný sýning: Dýrslegur kraftur

Erró, Raw Power, 2009.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á sýningunni Dýrslegur kraftur eru verk Errós frá ýmsum tímum sett í samhengi íslenskrar samtímalistar. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og vísa til og/eða endurspegla á einn eða annan hátt þá fjölmörgu miðla sem Erró er þekktur fyrir og þann frjóa og kraftmikla hugmyndaheim sem birtist okkur í verkum hans.

Við undirbúning sýningarinnar varð ljóst að frásögnin, höfundareinkenni Errós sjálfs, yrði ráðandi þáttur í þeim verkum sem valin yrðu. Þar úir og grúir af táknum og tilvísunum, bæði í listasöguna og sjónmenningu daglegs lífs. Samfélagslegar tengingar eru listamönnunum jafnframt hugleiknar, enda eitt hlutverk myndlistarinnar að kallast á við samtíma sinn og varpa ljósi á hann. Undiralda sýningarinnar er ótaminn sköpunarkraftur þar sem fundið myndmál og frásögn blandast frumsköpun og tjáningu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.