27. janúar 2022 - 17:00 til 22:00

Ný sýning – D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug

Ný sýning – D46 Ásgerður Birna Björnsdóttir: Snertitaug
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Verk Ásgerðar Birnu eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, línudans á mörkum þess áþreifanlega og ósnertanlega. Á sýningunni setur hún fram verk sem best er lýst sem ljóstillífandi innsetningu. Sólarrafhlöður safna í sig orku sem knýja áfram vídeó-verk. Birtuskilyrði og hækkandi sól stýra því hvernig verkið birtist dag frá degi. Málmsteyptir skúlptúrar í formi lífrænna greina bera uppi rafmagnssnúrur sem flytja orkuna frá einum stað til annars. Spírandi valhneta getur af sér grænar greinar. Sjónum er beint að flæði og ferðalagi orku og varpar ljósi á samlífi náttúru og tækni, þess lífræna og stafræna. Ekkert á sér stað í tómarúmi og allt er öðru háð. Virknin býr í ögnum, bylgjum og annarri orku á milli og handan heima. 

Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016.

Sýningin er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Fimmtudeginum langa og er ókeypis á allar sýningar Hafnarhúss frá kl. 17-22.00.