3. nóvember 2021 - 9:00

Morgunkorn um myndlist: Gjörningaklúbburinn

Gjörningaklúbburinn, The Tour, Transart, Ítalía, 2019.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir nýrri viðburðardagskrá undir heitinu Morgunkorn um myndlist sem mun fara fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í formi morgunfunda. Efni þeirra tengist fjölbreyttum málefnum myndlistar sem mótast af því sem efst er á baugi í faginu og þeim gesti sem opnar umræðu fundarins. Listamenn, nemar, fagfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að koma og taka þátt í samtali um málefni myndlistar á Morgunkorni um myndlist en viðburðurinn stendur öllum opinn. 

Gestir Morgunkorns nóvembermánaðar er Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir sem vinna að stóru verki sem flutt verður á opnun Gjörningaþoku sem fer fram dagana 18.- 21. nóvember 2021. Í samtalinu verður sjónum beint að gjörningum teymisins, eðli listformsins sem slíku og stöðu gjörningalistarinnar í stærra samhengi samtíma-listarinnar.

Viðburðurinn fer fram á íslensku. Þátttaka er ókeypis. Skráning HÉR

Gjörningaklúbbinn var stofnaður árið 1996 og er einn langlífasti listhópur landsins, en hann skipa í dag myndlistarmennirnir Eirún Sigurðardóttir (f. 1971) og Jóní Jónsdóttir (f. 1972). Femínískar áherslur ásamt glettni og einlægni einkenna verk hópsins sem vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni. Gjörningaklúbburinn nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunnar, handverk og útsjónarsemi í verkum sínum í bland við glæsileika og nútímatækni.