20. ágúst 2016 - 18:00 til 21:00

Menningarnótt: Ókeypis örleiðsögn milli 18-21

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Í tilefni menningarnætur mun starfsfólk Fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur fræða börn og fullorðna um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur. Þar gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. 

Einnig stendur yfir sýning á verkum Stefáns Jónssonar, Kjarvalar. Kjarvalar er röð höggmynda sem eiga sér upphafspunkt í einhverju landslagsmálverka Kjarvals. Verkin eru sýnd í forsal Kjarvalsstaða. 

Á hálftíma fresti frá kl. 18:00-20:30 verða fræðslufulltrúar með fróðleiksmola um valin verk á sýningunum. 

Verð viðburðar kr: 
0
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.